Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lundaból í heimsókn

21.03.2014
Lundaból í heimsókn

Í verkefninu Brúum bilið koma elstu börn í leikskólunum, Lundabóli, Hæðarbóli og Ökrum, í reglulegar heimsóknir í skólann til okkar. Í síðustu heimsókn fengu þau að skoða sig um í tómstundaheimilinu Regnboganum og borða hádegismat með nemendum. Í dag föstudaginn 21. mars og næstu daga koma þau í heimsókn til nemenda í 1.bekk. Þá fá börnin að leysa ýmis verkefni með nemendum, sitja öll saman í nesti í skólastofunum og fara svo út í frímínútur. Virkilega skemmtilegar heimsóknir og mikill ávinningur af þeim fyrir alla.

Kíkið á myndir frá heimsóknum krakkana á myndasíðu 1. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband