Árshátíð 7. bekkja
Árlega árshátíð 7. bekkja Hofsstaðaskóla var haldin fimmtudaginn 3.apríl þar sem nemendur buðu foreldrum til hátíðar. Hollywood var þema árshátíðarinnar og skemmtiatriði voru hæfileikakeppni þar sem fjórtán atriði tóku þátt. Veittar voru viðurkenningar fyrir frumlegasta, skemmtilegasta, glæsilegasta og fjörugasta atriðið. Boðið var uppá mexíkanskan mat, sem Áslaug heimilisfræðikennari og nemendur í heimilisfræði gerðu. Eftir matinn var diskótek þar sem krakkarnir skemmtu sér vel.
Sigurvegarinn fyrir glæsilegasta atriðið var Benjamín Reynir en hann spilaði á píanó lag úr myndinni Amelia, danshópurinn Púkarnir með þeim Lenu og Fjólu fengu viðurkenningu fyrir frumlegasta atriðið, fjörugasta atriðið var myndbandið Heimsmeistarakeppnin í fjölþraut sem Óttar, Þorbjörn, Ágúst, Stefán og Halldór bjuggu til. Skemmtilegasta atriðið var tónlistarmyndband sem Hrafnhildur, Þórhildur og Helga María bjuggu til.
Á myndasíðu 7. bekkja má skoða myndir frá kvöldinu.
Á myndbandasíðunni má sjá myndböndin tvö sem hlutu viðurkenningu
Fréttaritarar:
Elísabet og Birgir nemendur í 7. bekk