Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4.HK heimsótti Árbæjarsafnið

08.05.2014
4.HK heimsótti Árbæjarsafnið

Nemendur í 4. HK heimsóttu Árbæjarsafnið fimmtudaginn 8. maí. Ferðin gekk mjög vel. Hópurinn fékk góða leiðsögn safnvarðar þar sem fjallað var um sveitina í gamla daga. Farið var með krakkana í gamla býlið Árbæ og þar fjallað um lífið í gamla bændasamfélaginu, sjálfsþurftabúskap, matargerð, tóvinnu og aðbúnað barna. Bærinn var skoðaður; baðstofa, hlóðaeldhús og fjós. Þá voru nemendur hvattir til að setja sig í spor forfeðranna og velta fyrir sér hvernig það var að búa í torfbæ án rafmagns og nútímaþæginda. Safnvörður svaraði síðan spurningum nemenda og urðu góðar umræður í baðstofunni.

Þessi heimsókn var farin í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti sem unnið var með fyrr í vetur í bekknum.

Sjá myndir úr ferðinni á myndasíðu 4. HK

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband