Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn tilvonandi nemenda

08.05.2014
Heimsókn tilvonandi nemenda

Börn af elsta ári nokkurra leikskóla í Garðabæ og nágrannasveitarfélögum komu í heimsókn í Hofsstaðaskóla. Þetta eru tilvonandi nemendur í 1.bekk komandi haust. Til okkar fengum við 21 barn ásamt foreldrum. Börnin sátu kennslustund með nemendum 1.bekkja og tóku þátt m.a. í stærðfræðihringekju. Einnig var farið í leikinn „meðan borgin sefur“, svona rétt fyrir nestistímann. Að nestistíma loknum var farið út í frímínútur og tóku eldri nemendur þau yngri í fóstur, léku við þau og gættu að þau færu ekki út fyrir skólalóðina. Foreldrar voru ekki með í dagskránni fyrr en að frímínútum loknum, þá gegnum við um skólabyggingarnar, íþróttahúsið og sundlaugina. Kíktum m.a. inn í kennslustofu hjá 2.bekk, inn í heimilisfræðistofuna og smíðastofuna, en nemendur í 6.bekk höfðu búið til ljós af ýmsum gerðum, allt eftir þeirra eigin hugmyndaflugi. Má t.d. nefna hamborgaraljós, oreo-köku ljós, fótboltaljós, krókódílaljós o.fl.

Eftir um 2 ½ tíma heimsókn héldu börn og foreldrar heim á leið og leyndi spenningurinn sér ekki hjá börnunum, Sumir hreinlega skríktu af kæti og tilhlökkun fyrir haustinu.

Sjá fleiri myndir frá heimsókninni á myndasíðu 1. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband