6. bekkur tekur þátt í SHÄR dansverkefninu
Föstudaginn 9. maí tóku allir nemendur í 6. bekkjum skólans þátt í SHÄR dansverkefninu. Nemendur komu saman á sal, gerðu æfingar og lærðu einfaldar danshreyfingar og dansa. Alls tók samveran um 45 mínútur.
Markmið verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi. SHÄR hópurinn vill fanga athygli almennings og kynna fólk fyrir fjölbreytileika dansins, og þar með auka vitund og skilning á dansi. Danskennarar eru Hrafnhildur Einarsdóttir og Ellen Harpa Kristinsdóttir frá Raven danshópnum á vegum SHÄR verkefnisins sem er samstarfsverkefni ungra dansara og kvikmyndargerðarmanna frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi.
Verkefnið stendur öllum 6. bekkingum til boða í tilefni af listadögum barna og ungmenna.
Nemendur voru hvattir til að mæta og dansa með SHÄR hópnum á Kópavogsdögum á menningartorfunni milli Salarins og Gerðasafns laugardaginn 10. maí. kl. 14:15-16:00.
Sjá fleiri myndir á myndasíðu 6. bekkja
Nánari upplýsingar um verkefnið:
www.facebook.com/shardance
www.raven.weebly.com
www.blauba.com