Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF– Nemendur safna fyrir gott málefni

16.05.2014
UNICEF– Nemendur safna fyrir gott málefni

UNICEF-hreyfing fór fram í Hofsstaðaskóla föstudaginn 16. maí þar sem nemendur í 5. – 7. bekk tóku þátt. Áður höfðu nemendur fengið fræðslu um börn í Malí í Afríku sem er eitt af fátækustu ríkjum veraldar. Nemendur söfnuðu áheitum úr sínu nánasta umhverfi og í hreyfingunni fengu þeir límmiða fyrir hverja 0,7 km sem þeir fóru hvor heldur var hlaupandi, skokkandi eða gangandi. Mikil gleði og áhugi var meðal nemenda en þeir fá greitt fyrir hvern límmiða frá þeim sem þeir söfnuðu áheitum hjá. Í maí 2013 söfnuðu nemendur Hofsstaðaskóla 288.470 kr. með áheitsöfnun í UNICEF á vegum skólans.

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband