Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sædís nýsköpunarkennari grunnskólanna 2014

20.05.2014
Sædís nýsköpunarkennari grunnskólanna 2014

Sædís S. Arndal kennari í Hofsstaðaskóla í Garðabæ hefur verið valin nýsköpunarkennari grunnskólanna 2014. Samstarfsfólk í Hofsstaðaskóla óskar henni innilega til hamingju með viðurkenninguna, enda vitum við að hún er vel að henni komin.

Þetta er í fyrsta sinn sem kennari hlýtur VILJA – hvatningarverðlaun NKG og nafnbótina Nýsköpunarkennari grunnskólanna.

Tilgangur VILJA – hvatningaverðlauna NKG er að hvetja kennara til dáða, draga fram og deila aðferðum sem efla sköpunargáfu nemenda í ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar og hvetja til þátttöku í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG).

Sædís hefur kennt nýsköpun í Hofsstaðskóla sl. 10 ár. Nemendur fá hugmyndabók í upphafi vetrar og eru hvattir til að skrá niður allar hugmyndir, þeir vinna úr hugmyndum í kennslustundum. Í skólanum er guli veggurinn svokallaði notaður til að sýna hugmyndir nemenda, en oft má sjá nemendur standa við vegginn, skeggræða og pæla.
Árið 2011 vann Hofsstaðaskóli farandbikar til eignar eftir að hafa þrjú ár í röð átt hlutfallslega flestar innsendar umsóknir miðað við nemendafjölda. Nú í ár hlýtur skólinn bikar til eignar öðru sinni en í ár sendu nemendur í 5.-7. bekk inn tæplega 800 umsóknir sem gerir nærri 4 umsóknir á hvern nemanda að meðaltali.

Til hamingju Sædís

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband