Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólríkur íþróttadagur

05.06.2014
Sólríkur íþróttadagur

Þriðjudaginn 3.júní var hinn árlegi íþróttadagur sem alltaf virðist vera jafn vinsæll og börnin bíða eftir með mikilli eftirvæntingu. Að þessu sinni voru 6 stöðvar úti á skólalóð sem íþróttakennarar voru búnir að undirbúa. Má þar nefna skotbolta, boðhlaup, eltingaleiki, pókó, snú-snú o.fl. Hluti af dagskrá dagsins var að sjá uppsetningu úr söngleiknum Grease, en skólakórinn hefur undanfarnar vikur verið að æfa verkið undir stjórn tónmenntakennara.

Veðrið lék við okkur þennan morgun og heilsaði sólin meðal annars upp á okkur. Einstaklega flott hjá veðurguðunum þar sem grillað var úti undir berum himni. Gekk mjög vel og greiðilega að afgreiða pylsur og ávaxtasafa ofan í börnin og að lokum íspinna. 

Að hádegsverði loknum fóru allir út í íþróttahús þar sem nemendur kepptu á móti kennurum í ýmsum þrautum. Börnin skemmtu sér konunglega að sjá kennara sína hoppa og skoppa á rassinum til að sprengja blöðru og hlaupa um og leysa þrautir eins og kókosbolluát og kók á sem skemmstum tíma. Það varð svo að kennarar unnu flestar greinar og þar á meðal reiptogið þó Hreinn kennari hafi gripið inn í og gert kennurum enn erfiðara fyrir. Það vottar í dag fyrir harðsperrum hjá sumum.

Virkilega vel heppnaður og ánægjulegur dagur.

Kíkið á myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband