Skólamót Garðabæjar í mini tennis 2014
09.06.2014

Þátttaka var mjög góð og voru tennislið frá Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum og Flataskóla mætt til leiks.
Leikar fóru þannig að lið Hofsstaðaskóla sigraði í skólakeppninni og var þeim afhentur farandbikar frá Tennisfélagi Garðabæjar.
Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir besta einstaklingsárangur. Þau hlutu Tómas Andri Ólafsson úr Flataskóla fyrir fyrsta sætið, Sebastian Fryberger úr Sjálandsskóla fyrir annað sætið og Jakob Máni Magnússon úr Hofsstaðaskóla fyrir þriðja sætið.
Boðið var upp á pylsur í hléi. Hoppukastali og togbraut voru á svæðinu og að endingu var farið í skemmtilega tennisleiki með foreldrum.
Tennisfélag Garðabæjar og Tennishöllin þakka öllum börnunum fyrir þátttöku og góða frammistöðu á skólamótinu og óska sigurvegurunum til hamingju með árangurinn.