Skólaslit vorið 2014
Hofsstaðaskóla var slitið í 37. sinn föstudaginn 6. júní sl. 1., 5. og 6. bekkur mætti á sal en aðrir árgangar fóru beint í bekkjarstofur með kennurum sínum. Í 5. bekk voru veitt verðlaun í nýsköpun og valinn var hönnuður Hofsstaðaskóla. Í 6. bekk voru veitt verðlaun í lampasamkeppni. Lampar nemenda hafa glatt okkur á sýningu sem staðið hefur yfir í nokkrar vikur og ljóst að hér í skólanum eru margir nemendur sem búa yfir miklum sköpunarkrafi og útsjónarsemi. Myndir frá skólaslitunum má sjá á myndasíðu skólans.
7. bekkur var kvaddur síðdegis fimmtudaginn 5. júní. Kiwanisklúbburinn Setberg veitti verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. Nemendur léku á hljóðfæri og fluttu kveðjuávarp. Einnig sýndu þeir myndir úr skólastarfinu allt frá því í 1. bekk og myndband sem þau unnu sjálf um starfið í 7. bekk. Að lokinni athöfn gæddu nemendur og foreldrar sér á ljúffengri súkkulaðiköku og ískaldri mjólk. Starfsfólk skólans óskar 7. bekkingum alls hins besta í nýjum skóla. Myndir frá athöfninni er að finna á myndasíðu skólans.
Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári og óskum nemendum og fjölskyldum þeirra ánægjulegs sumarleyfis. Skólasetning haustið 2014 verður mánudaginn 25. ágúst.