Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur og starfsmenn fóru 1914 kílómetra

15.09.2014
Nemendur og starfsmenn fóru 1914 kílómetra

Ánægðir nemendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla tóku þátt í Norræna skólahlaupinu miðvikudaginn 3. september í góðu veðri, hlýtt og rigning. Þátttakendur gátu valið um að hlaupa eða ganga, en 98% nemenda fóru a.m.k. einn hring eða 2,5 kílómetra og þeir sem vildu fóru allt upp í 5 hringi eða 12,5 km. Samtals fóru nemendur og starfsmenn skólans um 1914 km í hlaupinu. 6. ÓP fór flesta km eða 142,5 sem er að meðaltali 6,79 km á hvern nemanda í bekknum. Meðal vegalengd hvers einstaklings í skólanum var 4,13 km Aldeilis frábær árangur.
Með Norræna skólahlaupinu taka nemendur þátt í hollri útiveru og leitast er við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Á meðfylgjandi mynd má sjá vegalengdina sem nemendur og starfsfólk í Hofsstaðaskóla fóru í Norræna skólahlaupinu.

Til baka
English
Hafðu samband