Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla

17.09.2014
Útikennsla

Útikennsla í skólanum er nýtt í meira mæli þennan veturinn en oft áður. Hún er fast í töflu hjá 2.-6. bekk, ýmist sem fastur liður einu sinni í viku, í lotu undir list- og verkgreinum eða sem hluti af skipulagi kennara.
Útikennsla hefur marga góða kosti, nemendur fá aukna hreyfingu og reglulega útiveru. Útikennslan vekur meiri forvitni hjá þeim, sköpunargleðin eykst sem og skynjun og samvinna. Auk þess er námið hluti af faglegri og heildrænni kennslu en fer fram í raunverulegum eða náttúrulegum aðstæðum.

Á meðfylgjandi myndum eru nemendur í 2. bekk, nánar tiltekið „Sólir“, í sínum vikulega tíma. Þessir nemendur eru að vinna verkefni sem er í Sprota 2a nemendabók, en þessi tiltekna æfing felst í því að kasta hlut frá A til B og svo mæla þau vegalengdina að strikinu, nema þau nái að kasta beint á línuna, þá þarf ekkert að mæla og um fullkomið kast að ræða. Mælieiningin sem notuð er, er prik samsett úr 10 einingum eða einum tug. Þau mæla með þessu priki hve marga tugi hluturinn sem þau köstuðu er nálægt strikinu og hve margar einingar. Niðurstöður skrifa þau á blað í möppu sem nemendur hafa með sér. Í upphafi tímans var heildinni skipt niður í fjóra jafn stóra hópa, hver hópur átti að raða sér upp í stafrófsröð og einn úr hverjum hóp var svo skipaður fyrirliði. Hlutverk fyrirliða var að halda utan um skráningar og gæta þess að allir í hópnum séu að vinna samviskusamlega saman að verkefninu.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 2. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband