Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. KH í Húsdýragarðinum

07.10.2014
6. KH í Húsdýragarðinum

Þriðjudaginn 7.október fór 6.KH í Húsdýragarðinn. Þangað voru nemendur mættir fyrir átta til að gera klárt fyrir opnun. Bekknum var skipt í þrjá hópa; nautgripa- og svínahirðar, hesta- og fjárhirðar og hreindýra- og loðdýrahirðar. Nemendur stóðu sig frábærlega við að gefa dýrunum, þrífa húsin, kemba hrossum og fleira. Eftir nesti hélt hver hópur stutta kynningu um verkefni morgunsins. Áður en haldið var heim með strætó máttu nemendur leika sér í Vísindasafninu. Nemendur voru til fyrirmyndar og voru skólanum til sóma.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband