Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrá Hofsstaðskóla í desember

08.12.2014
Dagskrá Hofsstaðskóla í desember

Í desember er skólastarfið mjög gjarnan brotið upp með alls kyns uppákomum og verkefnum. Farið er með nemendur í bæjarferðir, kaffihús, settar upp leiksýningar, föndrað, haldin stofujól og jólaskemmtanir og þannig mætti lengi telja. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu viðburði í desembermánuði sem snerta alla nemendur skólans. Í viðburðadagatali skólans sem nálgast má hægra megin á forsíðunni er hægt að lesa nánar um alla þá viðburði sem eiga sér stað. Einnig senda kennarar árgangs nánari upplýsingar um viðburði í hverjum árgangi fyrir sig.

Rauður dagur og jólamatur - miðvikudaginn 17. desember
Starfsmenn og nemendur borða jólamat saman. Allir mæta í rauðu eða með
eitthvað rautt.

Stofujól - fimmtudaginn 18. desember – síðasti kennsludagur fyrir jól
Skóladagur samkvæmt stundaskrá með uppbroti hjá umsjónarkennurum.
Sparinesti – „bakkelsi og safi.“

Jólaskemmtun 7. bekkinga – fimmtudaginn 18. desember
kl.18:00-20:00. Jólastund og diskótek

Jólaskemmtanir – föstudaginn 19. desember
Hefðbundin stundaskrá fellur niður. Nemendur mæta í sparifötum á
jólaskemmtun.
kl. 9.00 – 11.00; 1., 2. og 3. bekkur
7. bekkur sér um skemmtiatriði
kl. 10.30 – 12.30; 4., 5. og 6. bekkur
7. bekkur sér um skemmtiatriði

Jólaleyfi hefst að lokinni jólaskemmtun.
Regnboginn er opinn frá kl. 11.00-17.00

Tómstundaheimili Regnboginn
Er opið alla virka daga í jólaleyfinu frá kl. 8:00-17:00 að undanskildum aðfangadegi og gamlársdegi.
Bréf vegna skráningar verður sent til foreldra.

Janúar 2015
Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi mánudaginn 5. janúar samkvæmt
stundaskrá. Nemenda- og foreldrasamtöl fara fram 14. janúar. Skráning hefst í
mentor mánudaginn 5. janúar.

 

Gleðileg jól
Stjórnendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband