Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýbygging Hofsstaðaskóla nýjustu fréttir

17.12.2014
Nýbygging Hofsstaðaskóla nýjustu fréttir

Krakkarnir í 4. bekk sem eru í námskeiðinu Sögur og fréttir kynntu sér hvernig gengur með nýbygginguna við skólann. Þau tóku viðtal við Hafdísi aðstoðarskólastjóra og Rúnar húsvörð og spurðu þau nokkurra spurninga. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum. Inni í byggingunni verða list- og verkgreinar á 1. hæðinni og skrifstofur skólastjórnenda verða uppi ásamt kaffistofunni. Byggingin verður vonandi tilbúin haustið 2015 segir Hafdís. Bókasafnið verður stækkað og verður þar sem kaffistofa starfsmanna er núna. Það er verið að byggja af því að það vantar pláss og svo koma kennslustofur þar sem list- og verkgreinar eru núna. Byggingin verður 1200 fermetrar og það eru fimm til sex menn í einu að byggja. Það koma svo fleiri þegar á að múra, pípuleggja og setja inn raflagnir. Það er búið að vera að byggja nýbygginguna síðan í júní 2014. Í nýbyggingunni verður eitt andyri. Það hefur sem betur fer engin meiðst við bygginguna en veðrið er ekki búið að vera mjög auðvelt fyrir þá sem eru að byggja. Byggingin sem við erum í núna er byggð fyrir u.þ.b. 300 nemendur en núna eru u.þ.b. 470 nemendur í skólanum. Það verður hola á milli efri og neðri hæðar með gleri.
Þessa frétt skrifuðu í 4. ÁS: Jóhanna, Svava Rós, Gunnlaugur og Markús og í 4. ÓHG: Einar Helgi, Eydís Guðbjörg, Sara Rós og Jóhann og í 4. KÓ: Kristján Logi, Bjartur, Karitas og Selma.

Skoða fleiri myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband