Skákkennsla í Hofsstaðaskóla
18.12.2014
Í vetur fá nemendur í 3. og 4. bekk kennslu í skák einu sinni í viku. Siguringi Sigurjónsson, stundakennari, kemur inn í bekkina og sér um að kenna nemendum listina að tefla skák. Skáktímarnir eru þannig uppbyggðir að kennarinn er með innlögn eða nemendur vinna í verkefnabók í byrjun tímans. Síðan tefla nemendur við bekkjarfélaga sína, en kennarinn leggur áherslu á að allir tefli við alla. Að sögn kennarans ganga skáktímarnir mjög vel og eru nemendur almennt áhugasamir og glaðir í kennslustundunum. Lögð er áhersla á að keppnisskapið hlaupi ekki með nemendur í gönur enda á leikgleðin að vera í fyrirrúmi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í kennslustund hjá 3. ABR og er fleiri myndir á myndasíðu bekkjarins