Stoppa, kyssa, keyra
Umferðin við Hofsstaðaskóla er oft mjög þung á morgnana rétt fyrir skólabyrjun. Starfsmenn hafa áhyggjur af öryggi barnanna þegar þeim er hleypt út úr bílunum, þá sérstaklega þeim börnum sem hleypt er út úr bílum sem stöðva við Mýrina á þeim stað þar sem er gul óbrotin lína. Gul óbrotin lína á eða meðfram brún akbrautar afmarkar nánar bann við því að ökutæki sé stöðvað þar.
Við biðjum ykkur um að keyra annaðhvort inn á bílastæðið eða hringtorgið, þó það taki aðeins lengri tíma, og hleypa börnunum út þar. Hafið í huga að keyra nánast út úr hringtorginu áður en þið hleypið börnunum út, þá komast fleiri að.
Það er von okkar að þið vinnið með okkur í þessu máli vegna þess að öryggi barnanna er hagsmunamál okkar allra.
Við vekjum sérstaka athygli á skiltinu í hringtorginu sem minnir okkur á að: Stoppa, kyssa og keyra. Hafa skólatöskuna tilbúna þannig að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig.