Nemendur geta haft áhrif
Fundur var haldinn í Nemendafélagi Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 21. janúar. Í stjórninni eru fulltrúar nemenda úr öllum bekkjum í 2. – 7. bekk og mættu allir aðalfulltrúararnir eða 34 nemendur. Fyrir fundinn fengu umsjónarkennarar sent fundarboð með dagskrá fundarins og óskað var eftir því að haldinn væri bekkjarfundur í hverjum bekk og punktar frá bekkjarfélögum skráðir niður sem fulltrúar bekkjarins kæmu með á fundinn. Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Matsalur – fyrirkomulag
- Hvað er gott?
- Hvað mætti betur fara?
- Bekkjarfundir
- Hvað er gott við bekkjarfundi?
- Hvað mætti betur fara?
- Önnur mál
Nemendur komu með margar góðar og gagnlegar ábendingar og er þegar búið að bregðast við einni sem var ósk um fleiri örbylgjuofna í matsal. Nemendur voru almennt sammála um gagnsemi af bekkjarfundum en á þeim fá nemendur að tjá skoðun sína og oft næst að leysa ágreining í bekknum á fundunum. Lesa má nánar um hugmyndir nemenda í fundargerð.
Skoða myndir frá fundinum