Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegir lesarar í Hofsstaðaskóla

04.02.2015
Glæsilegir lesarar í Hofsstaðaskóla

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 4. febrúar. Þar kepptu fimm nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Héraðshátíð sem verður haldin miðvikudaginn 18. mars n.k. í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Nemendur lásu svipmynd úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem Sigrún Tinna kynnti í upphafi dagskrár. Þá gátu nemendur valið úr átta ljóðum eftir Þóru Jónsdóttur sem Helena Ýr kynnti áður en seinni umferðin hófst. Auk þess lásu nemendur ljóð að eigin vali í seinni umferðinni. Þrír nemendur í 6. bekk léku á hljóðfæri í hléi milli umferða.
Þriggja manna dómnefnd sem skipuð var Hafdísi Báru Kristmundsdóttur aðstoðarskólastjóra Hofsstaðaskóla, Ástu Sölvadóttur foreldri í skólanum og Sigurveigu Sæmundsdóttur fyrrum skólastjóra Flataskóla og aðstoðarskólastjóra Hofsstaðaskóla, völdu tvo fulltrúa skólans og einn til vara. Eftirfarandi keppendur urðu fyrir valinu: Guðrún Margrét Bjarnadóttir og Rakel Marín Konráðsdóttir sem aðalmenn og Nanna Kristín Bjarnadóttir sem varamaður. Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum bókina Fuglaþrugl og nafnakrafl eftir Þórarinn Eldjárn.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 7. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband