Nemendur 7. bekkja hressir og kátir í skólabúðum
Nemendur í 7. bekkjum skólans dvelja þessa vikuna í skólabúðunum á Reykjum. Á öðrum degi skín gleðin úr hverju andliti á afar björtum og fallegum vetrardegi. Svalt er í veðri og stilla. Allt gengur vel að sögn umsjónarkennara og hópurinn afar samstillur og góður og engin vandamál komið upp. Engin skóli er með Hofsstaðaskóla að þessu sinni því skólinn sem átti að vera á staðnum hætti við. Í gærkvöldi voru allir komnir í sitt rúm kl. 10:30 en heyra mátti fliss úr einhverjum herbergjum fram undir miðnætti. Í morgun steinlágu síðan allir í fastasvefni þegar ræst var kl. 8:00 til að hefja hefðbundna dagskrá. Allir fóru svo hressir og kátir út í verkefni dagsins.
Bestu kveðjur frá umsjónarkennurum og nemendum
Anna Magnea, Guðrún og Halldóra
Kíkja á myndir á myndasíðu 7. bekkja