Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudegi

19.02.2015
Líf og fjör á öskudegi

Öskudagurinn var ánægjulegur hjá okkur í Hofsstaðaskóla. Segja má að gleðin hafi verið allsríkjandi hjá nemendum sem flökkuðu milli fjölmargra stöðva víðsvegar um skólann íklæddir fjölbreyttum búningum. Nemendur gátu t.d. hitt spákonur, farið í limbó í salnum eða stigið á svið með atriði, saumað öskupoka, fengið andlitsmálun, farið í tölvur, spjaldtölvur og margt fleira. Óhætt er að segja að draugahúsið sem sett er upp í kjallara skólans hafi alltaf jafn mikið aðdráttarafl þótt einhverjir guggni þegar á hólminn er komið og seti sér nýtt markmið um að fara að ári.

Nemendur voru auðsjáanlega spenntir að sýna sig og sjá aðra í þessum glæsilegu öskudagsbúningum og staðráðnir í að eiga góðan dag í sátt og samlyndi við alla. Myndir frá öskudeginum eru komnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband