Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagsgleði hjá 7. bekk í skólabúðum

19.02.2015
Öskudagsgleði hjá 7. bekk í skólabúðum

Á öskudaginn var hefðbundinn dagskrá yfir daginn en síðdegis var slegið upp öskudagsgleði. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og nemendur fengu smá sælgæti. Um kvöldið var svo kvöldvaka sem var í umsjón nemenda og var dagskráin víst ansi löng því mikið var um alls kyns leiki og húllumhæ.

Nú á fimmtudegi er komið að fjórða og næst síðasta degi skólabúðanna sem í hugum margra er aðal dagurinn. Eftir hádegið er valtími þar sem nemendum gefst m.a. tækifæri til að taka þátt í borðtennismóti, fara í sund, myndmennt, bíó o.fl. Að sjálfsögðu verður slegið upp í hópmyndatöku áður en hín sívinsæla hárgreiðslukeppni hefst. Hárgreiðslukeppnin er alltaf mikill viðburður. Þá setja stúlkurnar upp hárgreiðslu- og snyrtistofu og strákarnir koma til þeirra í snyrtingu og greiðslu. Þeir klæða sig síðan upp í viðeigandi kvenfatnað og mæta svo í matsalinn þar sem allir eru saman komnir. Þar velja dómarar sigurvegara í þessari hárgreiðslu og snyrtikeppni. Þessum viðburði fylgir alltaf mikill hlátur og gleði. Í kvöld er svo diskótek fyrir allan hópinn og væntanlega mikið dansað og mikil stemning.

Strax í fyrramálið er svo komið að því að ganga frá og halda heim á leið. Lagt er af stað um hádegisbil og stefnt að heimkomu um kl. 15:00. Nánari fregnir varðandi heimkomuna verða settar á heimasíðu skólans og verðum við í sambandi við hópinn og fáum nákvæman "lendingartíma".

Nú hafa nokkrar myndir bæst við á myndasíðu 7. bekkjar og enn fleiri munu bætast við eftir að hópurinn kemur heim og tekist hefur að tæma myndavélarnar.

Til baka
English
Hafðu samband