Skólinn er opinn í dag, það er ákvörðun ykkar foreldrar hvort þið sendið börnin í skólann.
Eins og sjá má þegar litið er út um gluggann er vonskuveðrið sem spáð var skollið á. Samkvæmt veðurspám fer veður versnandi þegar líða tekur á daginn og færð mun þyngjast.
Þeir starfsmenn sem komast til vinnu munu halda uppi kennslu fyrir þá nemendur sem mæta í skólann. Skólinn og Regnboginn verða opin fyrir alla sem hér verða þar til veðrinu slotar og hægt er að sækja börnin.
Það er alltaf til einhver varamatur sem við getum gripið til ef skólamaturinn kemst ekki í hús.
Við teljum ekki ráðlegt að senda börnin gangandi heim miðað við veðurspánna og biðjum alla forráðamenn að tryggja að þau verði sótt. Við erum alls ekki að óska eftir að börnin fari fyrr heim í dag, það er ekki skynsamlegt fyrir fólk að vera á ferli og börnin eru í öruggum höndum hjá okkur.
Ef einhver hefur alls ekki tök á að sækja barnið sitt þá endilega hafið samband við okkur – það verða engin börn send ein út í óveðrið.
Sjá viðbragðsáætlun slökkviliðsins: http://hofsstadaskoli.is/hagnytt/oryggi-nemenda/ovedur/