Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Hofsstaðaskóla

06.03.2015
Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Hofsstaðaskóla

Föstudaginn 6. mars fékk Hofsstaðaskóli ánægjulega heimsókn, þegar 30 manna hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands kom í skólann með létta og skemmtilega dagskrá, þar sem fjölbreytt tónlist var kynnt og leikin fyrir nemendur í 5. og 6. bekk. Nemendur nutu tónleikanna og tóku að hluta þátt í dagskránni með því að smella fingrum og slá taktinn í nokkrum lögum. Tónleikarnir voru einstaklega glæsilegir og skemmtilegir. Kynnir var Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljómsveitarinnar.
Dagskrá tónleikanna var eftirfarandi:
M. Norman James Bond
R. Newman Ég er vinur þinn úr Leikfangasögu
Rimsky-Korsakov Býflugan
P. Mayfield Hit the Road Jack
Strauss Unter Donner und Blitz
Lag frá Mexíkó La Cucaracha
S. Kaldalóns Á Sprengisandi

Það var mikil stemning í sal skólans þegar skólastýrurnar stigu á svið og fengu tækifæri til að spila og dansa með hljómsveitinni. Það verður að teljast gott að geta sett á ferilskrána að hafa spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hér fyrir neðan má sjá örstutt brot frá þessari skemmtilegu uppákomu. Á myndasíðu skólans má svo nálgast fleiri myndir frá viðburðinum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband