Sérstakur skóladagur
Í dag fóru allir nemendur og starfsmenn skólans út og fylgdust með sólmyrkvanum. Að sjálfsögðu voru allir með sérstök gleraugu enda eru þau nauðsynleg til þess að geta fylgst með því sem átti sér stað. Mikið hefur verið fjallað um sólmyrkvann í skólanum og samfélaginu og voru margir orðnir afar spenntir. Sumir nemendur voru undrandi á því að ekki yrði aldimmt þegar myrkvinn náði hámarki á meðan aðrir höfðu svolitlar áhyggjur af þessu öllu saman.
Nokkrir afar áhugsamir nemendur í 6. bekk komu sér vel fyrir með nestið sitt og nutu myrkvans allt frá upphafi til enda. Þar eru ef til vill á ferð stjörnufræðingar framtíðar?
Nemendur og starfsmenn færa Stjörnufræðifélagi Seltjarnarness kærar þakkir fyrir gleraugun sem gerðu þeim kleift að fá að njóta einstaks náttúrufyrirbæris.
Sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans