Kenndu 1. bekk leiki
11.05.2015
Föstudaginn 8. maí buðu stelpurnar í 6. bekk krökkunum í 1. bekk með sér út á skólalóð og kenndu þeim ýmsa leiki. Lagt var upp með að tengja betur stelpurnar í 6. bekkjunum og var þeim því skipt í 3-4 manna hópa þvert á bekkina. Þær þurftu að undirbúa verkefnið saman með því að ákveða hvaða leiki skyldi kenna, hvernig reglur væru, hvernig þær ætluðu að halda utan um hópinn sinn og fleira. Var virkilega gaman að sjá hvað allir skemmtu sér vel og hvað stelpurnar í 6. bekk voru duglegar að passa upp á að allir væru með. Krakkarnir í 1. bekk lærðu meðal annars leiki eins og: Hvað er klukkan gamli refur, eina krónu, eitur í flösku, öfugan feluleik og fóru í boðhlaup. Á myndasíðu skólans eru myndir sem teknar voru við þetta tilefni.