Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flutningar í Hofsstaðaskóla

03.06.2015
Flutningar í Hofsstaðaskóla

Í dag fóru krakkarnir í 4. bekk í námskeiðinu Sögur og fréttir að spjalla við starfsmenn í Hofsstaðskóla varðandi nýju bygginguna. Við byrjuðum á því að búa til spurningar og ákveða við hverja við ætluðum að ræða. Við tókum með okkur myndavél og smelltum nokkrum myndum af. Fyrst tókum við viðtal við Elísabetu kennsluráðgjafa í tölvum.  Hún byrjaði að kenna í Hofsstaðaskóla 25 ára og þá var hún kölluð kjúklingurinn ásamt einni annarri því að þær voru yngstu kennararnir þá.  Núna er Elísabet 44 ára og búin að vinna í Hofsstaðaskóla í 19 ár. Hún sagði okkur að hún fengi tvö herbergi og hún verður þar sem gamla bókasafnið var. Elísabet er ánægð með að fá stærra herbergi af því að hún getur þá fengið fleiri krakka til sín hún fær líka Windows 10 bráðum. Það eru núna 92 Ipadar í skólanum og nær hún alltaf að laga þá þannig að þeir þurfa ekki að fara í viðgerð.  Við heyrðum líka í Rúnari húsverði og hann sagði okkur frá byggingunni.  Gólfið verður gult af því að arkitektinum finnst það svo flott. Náttúrufræðistofan og list- og verkgreinar fara allar í nýju bygginguna. Hann vonar að allt verði tilbúið 1.ágúst því þá er hægt að fara að raða inn í nýju bygginguna. Við hittum líka Grétu bókasafnsfræðing og hún sagði að hún væri með rúmlega 14.000 bækur á bókasafninu. Hún kaupir allar bækur eftir íslenska barnabókahöfunda og svo er hún með vinsælustu erlendu höfundana. Bókasafnið fer þar sem kaffistofa starfsmanna er núna. Gréta segir að það sé ekki betra að vera í svona litlu plássi en stundum svolítið kósí. Nýja plássið verður stærra og fleiri möguleikar.

Takk fyrir okkur það var gaman að fá að spjalla við starfsfólkið og búa til þessa frétt.

Hægt er að sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans

Ásdís, Ásgeir, Brynja, Daníel Freyr, Hanna Guðrún, Heiðveig Björg, Kári Hrafn, María Margrét, Natan, Pétur Ágúst og  Þorsteinn Arnar.

Til baka
English
Hafðu samband