Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð 1. bekkja í Elliðarárdalinn

03.06.2015
Vorferð 1. bekkja í Elliðarárdalinn

Nemendur 1.bekkja fóru í skemmtilega útivistarferð í Elliðaárdalinn mánudaginn 1.júní í blíðskaparveðri. Farið var með strætó að Höfðabakka/Rafstöðvarvegi og gengið niður í dalinn. Við gengum þar um fallega skógarstíga og nutum góða veðursins, ilmsins í loftinu, fuglasöngsins og öllu því sem náttúran státar af. Stórkostlegt var að sjá náttúruna loksins vakna til lífsins á þessum fallega degi. Þar var reyndar líka krökt af flugum og stórum randaflugum sem mörgum barnanna þótti nú einum of og kunnu einna síst að meta! En þar sem við vorum í náttúruskoðunarferð þá réttlættum við flugurnar með því að þær eru svo mikilvæg fæða fyrir fuglana+ungana og fiskana. :) Við gengum einnig að Indíánagili og skoðuðum fossinn fallega og fórum í lítilsháttar klettaklifur. Síðan var gengið að túnflötinni þar sem við snæddum nestið okkar. Farið var í leiki með bolta o.fl. , farið í feluleiki í skóginum og leikið í tré-virkinu. Að lokum var gengið sem leið lá lengra niður eftir dalnum áleiðis yfir í Mjóddina þar tekinn var strætó tilbaka. Óhætt er að segja að börnin hafi verið rosalega dugleg að ganga alla þessa leið og hljóta þau að hafa sofnað sætt og rótt um kvöldið, dauðþreytt eftir erfiði dagsins og vel heppnaða ferð.

Skoða myndir á myndasíðu 1. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband