Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útivera í Guðmundarlundi

04.06.2015
Útivera í Guðmundarlundi

Allir nemendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla verða í útiveru í Guðmundarlundi í Kópavogi mánudaginn 8. júní og þriðjudaginn 9. júní vegna framkvæmda í skólanum. Farið verður með rútu. Fyrri daginn kynnast nemendur m.a. svæðinu og nemendur í 3. – 7. bekk gróðursetja birkiplöntur í Sandahlíð. Dagurinn endar svo á árlegri íþróttakeppni milli nemenda 7. bekkjar og starfsmanna skólans. Seinni dagurinn verður með áherslu á íþróttaleiki þar sem nemendur vinna í sömu hópum og á HS-leikum í nóvember sl.
Skóli hefst báða dagana kl. 8:30 en lýkur kl. 13:50 fyrri daginn en kl. 12:30-13:00 seinni daginn (eftir því hvenær nemendur koma til baka).
Tómstundaheimilið Regnboginn hefst strax að loknum skóladegi fyrir þá sem þar eru skráðir.
Nemendur hafa með sér tösku með morgunnesti og drykk. Fyrri daginn verður öllum boðið í pizzu en seinni daginn verða grillaðar pylsur.
Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera með aukaföt í tösku ef þannig viðrar.

 

Til baka
English
Hafðu samband