Skólinn settur
26.08.2015
Hofsstaðaskóli var settur þriðjudaginn 25. September. Nemendur mættu kátir og glaðir og tilbúnir til að takast á við verkefni vetrarins. Þeir hittu umsjónarkennara sína og bekkjarfélaga, en kennsla hófst samkvæmt stundaskrá, miðvikudaginn 26. ágúst. Mjög margir foreldrar mættu með börnum sínum, en nemendur í skólanum hafi aldrei verið fleiri en þeir eru samtals 490. Nemendur og foreldrar gengu um skólann, skoðuðu nýbygginguna og þær breytingar sem gerða hafa verið á skólahúsnæðinu. Nemendur og foreldrar eru sammála um að vel hafi til tekist og að skólinn sé einhver glæsilegasti og best búni skóli landsins. Verið er að leggja lokahönd á breytingar. 170 nemendur eru skráðir í tómstundaheimilið Regnbogann. Starfsmenn í skólanum eru rúmlega um 75. Framundan en spennandi vetur með samstilltum starfsmannahópi og frábærum nemendum.