Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinsæl mataráskrift

13.10.2015
Vinsæl mataráskriftÞað er gaman frá því að segja að 93% nemenda í Hofsstaðaskóla eru í áskrift að hádegismat hjá Skólamat. Sumir eru í áskrift alla daga vikunnar en aðrir velja að vera í mat hluta vikunnar og koma með nesti aðra daga. Þetta verður að teljast býsna hátt hlutfall sem við erum að vonum ánægð með.

Nemendur í 2.-7. bekk skammta sér að öllu jöfnu matinn sjálfir, en markmiðið er að gera þá ábyrgari fyrir því magni sem þeir setja á diskana sína þannig að matarsóun verði minni. Nemendur eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og upplifa að þeir hafi meira um málið að segja og sumir halda því fram að maturinn bragðist betur.

Nemendur í 1. bekk borða í Regnboganum í vetur enda hefur nemendum fjölgað talsvert milli ára. Markmiðið er að yngstu börnin fái tækifæri til að matast við rólegri aðstæður og hefur það fyrirkomulag tekist vel.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband