Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl

15.10.2015
Nemenda- og foreldrasamtöl

Nemendur og forráðamenn streymdu í skólann þriðjudaginn 13. október en þá var nemenda- og foreldrasamtalsdagur. Markmið samtalanna er að gefa nemendum og foreldrum tækifæri til þess að hitta umsjónarkennara og ræða saman um líðan nemandans, skólabyrjun og námið í heild sinni. Einnig setja nemendur í 3. – 7. bekk sér námsmarkmið fyrir önnina. Allir nemendur fylltu úr s.k. Frammistöðumat í Mentor fyrir samtalið og komu því vel undirbúnir. Frammistöðumatið er n.k. sjálfsmat nemenda sem forráðamenn aðstoða þá við að svara. Samtalsdagurinn gekk vel fyrir sig og er mikilvægur þáttur í samstarfi heimilis og skóla.
Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann til þess að hitta starfsmenn og kynna sér skólastarfið.


Til baka
English
Hafðu samband