Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

20.10.2015
Göngum í skólannDagana 29. september – 7. október tóku nemendur Hofsstaðaskóla þátt í alþjóðlega verkefninu „Göngum í skólann“. Í sjö daga var samgöngumáti nemenda skráður en þá daga komu að meðaltali 88% nemenda gangandi eða hjólandi í skólann. Á yngra stiginu komu flestir í 4. bekk gangandi eða hjólandi eða 91% nemenda. Á eldra stiginu komu flestir nemendur í 6. bekk gangandi eða hjólandi eða 99% nemenda. Þetta er góður árangur hjá nemendum skólans. Eins og flestir vita er Hofsstaðaskóli Grænfánaskóli og þess vegna eru allir nemendur hvattir til að halda áfram að ganga og hjóla í skólann þó að verkefninu sé lokið. Göngum í skólann vefurinn
Til baka
English
Hafðu samband