Halldór Laxnes á hundavaði
Hljómsveitin Hundur í óskilum með þeim Eiríki Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni komu í heimsókn í skólann fimmtudaginn 5. nóvember og stóðu fyrir frábærri skemmtun á sal fyrir 6. og 7. bekki. Dagskráin var undir yfirskriftinni Skáld í skólum á vegum rithöfundsambands Íslands og fóru þeir Eiríkur og Hjörleifur í gegnum nokkrar þekktustu skáldsögur Halldórs Laxness í tali og tónum. Með alvöruleysið að vopni röktu þeir söguþráð Sjálfstæðs fólks undir þekktu bítlalagi. Frægustu setningar Íslandsklukkunnar voru uppistaða annars hljóðgjörnings en mörg óvenjuleg og sérkennileg hljóðfæri komu við sögu. Á milli sungu þeir ljóð eftir Halldór og sögðu frá bókum hans. Nemendur tóku að sjálfsögðu hraustlega undir í Maístjörnunni.
Sjá myndir á myndasíðum 6. og 7. bekkja