Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Að laumast til að lesa

12.11.2015
Að laumast til að lesa

Rithöfundarnir Kristjana Friðbjörnsdóttir og Ævar Þór Benediktsson heimsóttu nemendur í 3. og 4. bekk með dagskrá sem kallast að Laumast til að lesa. Þau rifjuðu m.a. upp bækurnar sem þau lásu í æsku og hvernig þær hafa haft áhrif á skrif þeirra í dag. Þau sögðu einnig frá ævintýralegum bókasafnaferðum, stórhættulegum andvökunóttum og listinni að laumast til að lesa þegar þú átt að vera að gera eitthvað allt annað. Einnig lásu þau upp úr bókum sem þau hafa gefið út. Þetta var stórskemmtileg dagskrá sem við þökkum kærlega fyrir.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðum 3. bekkja og 4. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband