Bebras áskorunin
Vikuna 9. - 13. nóvember bauðst nemendum á Íslandi, í fyrsta sinn, að taka þátt í Bebras áskoruninni. Áskorunin er keyrð árlega um allan heim og er hún opin í eina viku. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst sá að leyfa krökkum á aldrinum 10-18 ára að leysa krefjandi og skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritun (e. International Challenge on Informatics and Computational Thinking). Tveir stærðfræðihópar, einn í 5. bekk og annar í 6. bekk tóku ákoruninni og leystu þrautirnar í stærðfræðitíma. Verkefnið mæltist vel fyrir hjá nemendum sem allir lögðu sig vel fram og þóttu þrautirnar bara nokkuð skemmtilegar.
Eftir að þrautinni lýkur geta nemendur skráð sig inn aftur til að skoða lausnir og sjá hvernig þeim gekk. Nánari upplýsingar um áskorunina er að finna á http://www.bebras.is
Hér má nálgast myndir sem teknar voru af Bebras hópunum: Kristrúnar hópur úr 7. bekk og Önnu Magneu hópur úr 5. bekk