Vinátta
8. nóvember ár hvert er tileinkaður baráttunni gegn einelti. Við í Hofsstaðaskóla höfum notað vikuna til að vinna sérstaklega með vináttu og jákvæð samskipti. Fjölbreytt vinna fór fram í hverjum árgangi fyrir sig þar sem kennarar vöktu nemendur til umhugsunar um málefnið og einblíndu á jákvæð samskipti og vináttu. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Þá bjó einn bekkur til rafrænan vegg og má sjá slóð á það verkefni hér: http://padlet.com/gudhsig/eineltisdagurinn
Vinartréð er sameiginlegt verkefni sem unnið var í skólanum. Allir nemendur skólans eiga hjarta á trénu en hjörtun voru búin til á HS leikunum. Á hjartað áttu krakkarnir að skrifa eitthvað fallegt sem einkennir góðan vin og/eða fallega vináttu.
Vinakaffi föstudaginn 13. nóvember markaði síðan endann á þessari skemmtilegu viku. Þá komu nemendur með grænmeti eða ávexti á sameiginlegt hlaðborð í bekkjunum og áttu bekkirnir saman notalega stund.
Þá hittir það svo skemmtilega á að vikuna 9. -13. nóvember var Norræna bókasafnsvikan og þema hennar að þessu sinni var Vinátta á Norðurlöndunum og því var lesin vináttusaga í mörgum bekkjum og þessir tveir viðburðir fléttuðust því skemmtilega saman.