Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spá óveðri á morgun

30.11.2015
Spá óveðri á morgun

Almannavarnir hafa gefið út viðvörun vegna væntanlegs óveðurs í fyrramálið. Gert er ráð fyrir stormi og skafrenningi og eru forráðamenn barna og ungmenna hvattir til að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri. Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs og skólarnir verða opnir nemendum. Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður verður að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Velji þeir að halda börnum sínum heima er rétt að láta skólann vita með því að skrá í Mentor eða senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is Einnig er hægt að hringja í skrifstofu skólans í síma: 590-8100 og láta vita en notið fyrrgreindar leiðir ef álag er mikið á símkerfið. 

Á heimasíðu skólans má finna verklagsreglur vegna röskunar á skólastarfi sökum veðurs
Til baka
English
Hafðu samband