Laufabrauð og kórsöngur
Löng hefð er fyrir því að nemendur og foreldrar í Hofsstaðaskóla komi saman í upphafi aðventu og steiki laufabrauð í skólanum. Foreldrafélagið hefur yfirumsjón með viðburðinum og mæta nemendur í fylgd með foreldrum vopnaðir laufabrauðsjárnum, skurðarbrettum og kökuboxum. Auk þess að selja laufabrauð og halda steikingarfeitinni snarpheitri sér foreldrafélagið um veitingasölu og aðstoða nemendur úr 7. bekk við hana.
Skólakór Hofsstaðaskóla mætti á viðburðinn sl. laugardag og söng nokkur jólalög fyrir gestina. Unnur Þorgeirsdóttir er kórstjóri og undirleikari er Magnús Stephensen nemandi í 7. bekk. Kórinn fékk góðar viðtökur þeirra fjölmörgu gesta sem á hlýddu. Ánægjulegt er að sjá hversu margar fjölskyldur mæta og eiga nú tilbúið laufabrauð til þess að njóta á jólunum. Myndir frá viðburðinum er að finna á myndasíðu skólans.