Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skóli í dag

08.12.2015

Góðan dag, skólinn er opinn og kennsla samkvæmt stundaskrá. Búist er við því að einhverjir verði seinna á ferðinni en venjulega og mikilvægt að fylgja yngri börnunum í skólann. Ákvörðun um það hvort nemendur fari út í frímínútum verður tekin þegar nær dregur og ljóst er hvernig ástand er á skólalóðinni.

Foreldrar sem þurfa að koma skilaboðum til skólans er bent á að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is í stað þess að hringja því mikið álag getur skapast á símkerfið og erfitt að ná inn.

Eftirfarandi tilkynning barst frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í morgun: Vegna veðurs í dag, þriðjudag, má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Til baka
English
Hafðu samband