Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar

10.12.2015
Heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar

Nemendum í 2. og 3. bekk, ásamt kennurum, var boðið á jólatónleika í Tónlistarskóla Garðabæjar miðvikudaginn 9. desember. Gengið var frá Hofsstaðaskóla í Tónlistarskólann í fallegu vetrarveðri.
Nemendur og kennarar Tónlistarskólans tóku vel á móti 120 nemendum sem fylltu sal skólans. Skólastjóri sá um kynninguna og náði vel til nemenda. Þeir fengu tækifæri til að koma með ágiskun um á hvaða hljóðfæri ætti að spila og sungu með hljómsveit skólans sem var skipuð nemendum og kennara.
Sjö nemendur léku sex lög á blásturshljóðfæri við undirleik hljómsveitarinnar m.a. Rúdólf með rauða nefið, Jólin alls staðar, Dansaðu vindur ofl.
Í lokin sungu nemendur Bjart er yfir Betlehem við undirleik hljómsveitarinnar. Skólastjóri hrósaði nemendum sérstaklega fyrir fallega framkomu.

Við þökkum kærlega fyrir móttökuna og skemmtilega tónleika.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband