2.GÞ heimsækir Þjóðleikhúsið
2.GÞ fór í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Vel var tekið á móti börnunum og þau fengu að skoða húsið hátt og lágt og skyggnast á bak við tjöldin í orðsins fyllstu merkingu! Skoðaðir voru ótal sýningarsalir og mikla lukku vakti að skoða leiksal og leikmuni í Leitinni að jólunum sem flest barnanna könnuðust vel við. Búningasaumastofan var heimsótt og vöktu efnisstrangar í miklu magni athygli barnanna. Einnig var kíkt á smíðaverkstæðið, leikbrúðuvinnustofuna, dansæfingasalinn, hárkollu- og hárgreiðslustofuna og farið var undir stóra sviðið og útskýrt hvernig hægt er að snúa sviðinu í hringi. Við fengum sannarlega að sjá Þjóðleikhúsið í nýju ljósi og þökkum fyrir skemmtilega og fróðlega ferð.
Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á myndasíðu bekkjarins