Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árbók 7. bekkinga

05.02.2016
Árbók 7. bekkingaLofsvert framtak foreldrafulltrúa í Hofsstaðaskóla
Sú hugmynd kom upp í foreldrafélaginu í haust að gefa út Árbók 7. bekkinga. Foreldrafulltrúarnir, Guðrún Gerður Steindórsdóttir og Stella Stefánsdóttir tóku að sér að vinna að undirbúningi bókarinnar. Þær fengu tilboð í verkið og lögðu m.a. fyrir viðhorfskönnun meðal foreldra í 7. bekk til að kanna undirtektir og var í framhaldi af henni ákveðið að halda áfram vinnu við bókina. Myndir voru teknar af árganginum í haust af ljósmyndara, bæði einstaklings- og bekkjarmyndir. Þær eru notaðar í bókina ásamt ýmsum myndum úr skólalífinu í 1. – 7. bekk auk mynda af starfsfólki sem vinnur náið með nemendum í vetur.
Nemendur fá bókina afhenta áður en þeir fara í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði en þar dvelja þeir vikuna 8. -12. febrúar. Þar gefst gott tækifæri til að skrifa kveðjur í bækur skólafélaganna. Árbókin er eiguleg bók og góð minning um árin í Hofsstaðaskóla.
Til baka
English
Hafðu samband