Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

02.03.2016
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 2. mars. Þar kepptu átta nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Héraðshátíð sem haldin verður þriðjudaginn 16. mars n.k. kl. 17:00 í Kirkjulundi, félagsheimili Vídalínskirkju.

Á Skólahátíðinni lásu nemendur svipmynd úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur og einnig ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Í seinni umferð keppninnar lásu nemendur að auki ljóð að eigin vali. Markús Pálsson sá um að kynna höfundana Guðrúnu Helgadóttur og Anton Helga Jónsson sem eiga heiðurinn að textunum sem fluttir voru á Skólahátíðinni. Í hléinu var myndum frá dvöl nemenda 7. bekkja í Skólabúðunum á Reykjum varpað á tjaldið í salnum en þeir dvöldu þar við leik og störf í öskudagsvikunni.

Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð var Hafdísi Báru Kristmundsdóttur aðstoðarskólastjóra, Margrét Einarsdóttur deildarstjóra í sérkennslu og Gunnhildi Ástu Jóhannesdóttur, valdi tvo fulltrúa skólans og einn til vara til að taka þátt í héraðshátíðinni. Eftirfarandi keppendur urðu fyrir valinu: Embla Brink Gunnarsdóttir og Hilmar Jökull Arnarsson sem aðalmenn og Davíð Óttarsson sem varamaður. Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum ljóðbókina Óðhallaringla eftir Þórarinn Eldjárn.

Sjá myndir frá Skólahátíð upplestrarkeppninnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband