Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námskeið í eðlisvísindum

09.03.2016
Námskeið í eðlisvísindum

Í vetur hafa nemendur í 3.bekk kynnst ýmsu í tengslum við rafmagn og rafmagnsnotkun á námskeiði í eðlisvísindum. Krakkarnir hafa gert tilraunir og leitað svara við forvitnilegum spurningum.

Þegar við ýtum á rofann á veggnum kviknar ljós. Hvaðan kemur það? Hvernig verður það til? Til hvers þurfum við það? Getum við sparað rafmagnið? Hvers vegna getur verið nauðsynlegt að spara rafmagn? Óhætt er að segja að umræðan verði oft mjög lífleg og skemmtileg um rafmagnið og allt sem því tengist. Krakkarnir eru mjög áhugasamir og að sögn Ágústu kennara er mjög gaman að vinna með þeim.

Nálgast má myndir frá vinnu á einu af námskeiðunum á myndasíðu 3. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband