Forvarnir í 5. bekk-Maritafræðsla
16.03.2016
Þriðjudaginn 15. mars var boðið upp á fræðslu fyrir nemendur í 5. bekk og foreldra þeirra. Við fengum Magnús Stefánsson í Marita fræðslunni til okkar með erindið sitt Vertu þú sjálf/ur, hann ræddi við nemendur og foreldra um markmiðasetningu, mikilvægi góðrar næringar og óheppilega hluti sem geta gerst við óvarlega notkun á samskiptamiðlum. Erindið var mjög fræðandi og var gaman að sjá hversu margir foreldrar gátu gefið sér tíma til að koma og hlusta. Voru þeir foreldrar sem mættu sammála um mikilvægi svona fræðslu fyrir nemendur og foreldra. Á foreldrasíðu Marita fræðslunnar má nálgast samansafn af myndböndum, fróðleik og vefsíður sem tengjast forvörnum og því sem fjallað er um í Marita fræðslunni.