Vinaliðar hefja störf
11.04.2016
Vinaliðarverkefnið er hafið í Hofsstaðskóla.Vinaliðar hafa verið valdir í öllum 5.-7. bekkjum skólans og í framhaldi af því fóru Vinaliðar ásamt verkefnastjórum á leikjanámsskeið. Guðjón og Gestur frá Árskóla, Sauðarkróki komu til okkar í Hofsstaðaskóla fimmtudaginn 7. apríl sl. og héldu 3 klukkustunda námskeið. Námskeiðið var alveg frábært, bæði góð skemmtun og auk þess lærðu krakkarnir mikið af nýjum leikjum.
Skipulagsfundur var svo haldinn föstudaginn 8. apríl, þar sem Vinaliðarnir ákváðu leiki sem þeir stjórna í frímínútum. Skipulagsfundir eru haldnir á tveggja vikna fresti.
Verkefnið fór svo af stað í morgun og gekk mjög vel. Hér fyrir neðan má sjá myndasýningu frá leikjanámskeiðinu.