Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur fjallar um skólann sinn

02.05.2016
5. bekkur fjallar um skólann sinn

Í tilefni listadaga fengu nokkrir nemendur í 5. bekkjum það verkefni að búa til stutt myndbönd um skólann sinn. Nemendur þurftu að velja sér viðfangsefni og afmarka það, búa til handrit og setja niður viðmælendur og spurningar. Eitthvað þurfum við kennarar að fara örlítið betur yfir opnar og lokaðar spurningar með krökkunum en engu að síður var verkefnið ákaflega skemmtilegt og upplýsandi. Þegar undirbúningi var lokið tóku við tökur og klippingar. Nemendur stóðu sig vel og hver veit nema einhverjir úr hópunum eigi eftir að birtast á sjónvarpsskjám landsmanna í framtíðinni. Hér fyrir neðan má nálgast myndbönd krakkanna:

Til baka
English
Hafðu samband