Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvað einkennir góðan kennara?

12.05.2016
Hvað einkennir góðan kennara?Hvað einkennir góðan kennara?

Menntavísindasvið Háskóla Íslands kallar eftir tilnefningum frá almenningi um góða kennara. Tilgangurinn með átakinu er að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á einstaklinga og samfélagið. Niðurstöður átaksins verða kynntar við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð þann 1. júní kl. 17:00.

Þjóðþekktir einstaklingar hafa lagt átakinu lið og í stuttum myndböndum segja þeir frá þeim kennurum sem hafa haft áhrif á líf þeirra og störf. Meðal þeirra eru: Ari Eldjárn, textahöfundur og uppistandari, Auður Bjarnadóttir jógakennari, Benedikt Hermann Hermannsson tónlistarmaður, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður.

Við hvetjum landsmenn til að taka þátt í þessu átaki, tilgreina eiginleika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra.
Vertu með og tilnefndu þinn eftirlætiskennara!

Hægt er að senda inn tilnefningar og fræðast nánar um átakið á hafduahrif.is
Hafðu áhrif á Facebook

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Eyþórsdóttir (ingunney@hi.is /661-2566) markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Til baka
English
Hafðu samband