Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eftirtekarverður árangur í NKG 2016

24.05.2016
 Eftirtekarverður árangur í NKG 2016

NKG eða Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. 6. og 7. bekk í grunnskóla. Keppnin var nú haldin í 24 sinn. Í ár bárust rúmlega 1700 hugmyndir í keppnina en dómnefnd valdi hugmyndir 40 nemenda til þátttöku í úrslitum. Keppninni lauk formlega með hófi sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík. Nemendur í Hofsstaðaskóla stóðu sig vel og sendu inn 842 hugmyndir í keppnina í ár og var það met fjöldi á landsvísu. Þetta er metþátttaka, skv. tölfræðinni er 403% þátttaka í skólanum. Þetta er sem fyrr eftirtektarverður árangur.

Sex stúlkur úr skólanum komust í úrslit í keppninni:

  • Hekla Ylfa Einarsdóttir 
  • Hera Björk Arnardóttir 
  • Lára Guðný Þorsteinsdóttir
  • Ásdís Ólafsdóttir
  • Sonja Ingimundardóttir
  • Agnes Ómarsdóttir 

Allir nemendur fengu verðlaunagrip og viðurkenningarskjal að auki fengu

Hekla Ylfa Einarsdóttir 1. Verðlaun Fartölva og námskeið í Fablab fyrir hugm. Baðkarspíparinn.
Sonja Ingimundardóttir 2. Verðlaun Spjaldtölva, fyrir hugmyndina Ofnæmisskynjari.
Ásdís Ólafsdóttir 3. Verðlaun Sími, fyrir hugmyndina Morgunverðarskál með halla
Agnes Ómarsdóttir verðlaun, sumarnámskeið Háskóli unga fólksins
Lára Guðný Þorsteinsdóttir og Hera Björk Arnarsdóttir verðlaun Námskeið hjá Fablab í Vestmanneyjum.

Til hamingju Sædís og nemendur Hofsstaðaskóla með þennan frábæra árangur.

Myndir frá lokahófi keppninnar og vinnusmíðju fyrir keppnina eru inni á Myndasíðu skólans 2015-2016

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband